Rannsókn á tildrögum umferðarslyssins sem varð í Skötufirði á Vestfjörðum síðastliðinn laugardag miðar vel samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum. Lögregla segir þó ekki tímabært að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu.
Slysið varð á ellefta tímanum síðastliðinn laugardag þegar bíll þriggja manna fjölskylda hafnaði út í sjó í Skötufirði. Fjölskyldan var ný komin til landsins frá Póllandi og var á leið heim til sín á Flateyri þegar slysið var.
Tvennt lést í slysinu; Kamila Majewska og sonur hennar, Mikolaj Majewski sem var á öðru aldursári. Líðan eiginmanns Kamilu og föður Mikolaj er eftir atvikum góð.
„Lögreglan sendir eftirlifandi eiginmanni og föður sýnar innilegustu samúðarkveðjur. Þá vill lögreglan ítreka þakkir til viðbragðsaðila sem komu á vettvang og ekki síður þeirra fjögurra vegfarenda sem fyrstir komu að og veittu fyrstu hjálp. Allir þessir aðilar sýndu mikið hugrekki og unnu vel á vettvangi,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.