Erlent

LGBTI fræðsla að skyldu í skoskum skólum

Skotland er fyrsta landið í heiminum til þess að gera fræðslu fyrir nemendur um hinsegin, trans og intersex-fólk að skyldu fyrir alla grunnskóla í landinu.

Frá kröfugöngu LGBTI fólks í Glasgow. Fréttablaðið/Getty

Skotland er fyrsta landið í heiminum til þess að gera fræðslu fyrir nemendur um hinsegin, trans og intersex-fólk að skyldu fyrir alla grunnskóla í landinu.

Þannig verða skólar í landinu að hafa á námsskrá sinni fræðslu um sögu réttinda og hreyfinga LGBTI fólks, auk fræðslu um fordóma gegn hinsegin-og transfólki og sjálfsmynd þeirra. Enginn skóli verður undanskilinn þessu.

Jordan Daly, forsvarsmaður þrýstihópsins TIE (e. Time for Inclusive Education) fagnar ákvörðun stjórnvalda þar í landi. „Þetta er stórsigur fyrir baráttu okkar og söguleg stund fyrir landið okkar. Innleiðing þessarar fræðslu er sú fyrsta sinnar tegundar og góðar fréttir á óvissutímum sem þessum og sendir ungu LGBTI fólki skilaboð um að það sé metið að verðleikum hér í Skotlandi.“

Skotland hefur reglulega mælst eitt af bestu löndum í heimi til þess að búa í fyrir LGBTI fólk þrátt fyrir að samkynhneigð hafi verið ólögleg í landinu þar til 1980, 13 árum lengur en í Englandi og Wales.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

Erlent

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Erlent

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Auglýsing

Nýjast

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

Auglýsing