Lög­reglunni á Long Is­land í Banda­ríkjunum hefur tekist að leysa 54 ára gamalt ó­leyst morð­mál. Diane Cusick var dans­kennari fyrir börn en hún fannst látin í bílnum sínum árið 1968, einungis 23 ára. Morðinginn, sem í dag er 75 ára, er sagður vera tengdur ellefu öðrum óleystum morð­málum.

Lög­reglu­maðurinn sem kom að bíl Diane árið 1968 segir hún hafi verið „hrotta­lega barin, myrt og nauðgað í bílnum.“ Morðinginn, sem heitir Richard Cotting­ham, er sagður hafa klætt sig upp sem öryggis­maður og sakað Diane um að hafa stolið skópari sem hún hafði keypt. Þannig hafi hann náð athygli hennar.

Cotting­ham var dæmdur fyrir morðið en hann lýsti sjálfum sér sak­lausum í gegnum fjar­skipta­búnað, en hann lá inni á sjúkrahúsi þegar dómurinn yfir honum var lesinn upp. „Hann er of­beldis­fullur, sama hvernig hann lítur út í dag í sjúkra­rúmi. Hann var ekki alltaf veikur eldri maður,“ sagði sak­sóknari í málinu. Cotting­ham var 22 ára þegar hann framdi morðið.

Cotting­ham var þekktur sem búk­morðinginn (e. tor­so-killer) vegna þess að hann sundur­limaði sum fórnar­lömb sín. Hann hefur verið í fangelsi frá árinu 1980, og er sakaður um að hafa drepið allt að 100 mann­eskjur víða um Banda­ríkin.