Árás sem rúss­neski blaða­maðurinn Dmitrí Múratov varð fyrir í járn­brautar­­lest í Rúss­landi fyrr í þessum mánuði er sögð hafa verið skipu­lögð af leyni­þjónustunni þar í landi.

Múratov, rit­­stjóri dag­blaðsins Nova­ya Gazeta, hlaut friðar­verð­­laun Nóbels í fyrra á­samt blaða­­konunni Mariu Ressa en hann hefur verið mjög gagn­rýninn á rúss­nesk stjórn­völd.

Múratov var í lest þegar maður gekk upp að honum með málningar­fötu og skvetti yfir hann rauðri málningu. Hann birti mynd af sér á Twitter þar sem hann var út­ataður í málningu.

Was­hington Post greinir frá því og hefur eftir heimildum innan úr banda­ríska stjórn­kerfinu að Rússar séu sjálfir grunaðir um á­rásina á blaða­manninn, það er rúss­neska leyni­þjónustan.

Múratov var færður undir læknis­hendur eftir á­rásina þann 7. apríl þar sem málning var meðal annars skoluð úr augum hans.

Nova­ya Gazeta hefur í gegnum tíðina verið eitt stærsta ó­­háða blað Rúss­lands en á dögunum var til­­kynnt að hlé yrði gert á út­­gáfu þess.