Byggðar­ráð Norður­þings fundaði í gær með er­lendu fyrir­tæki sem heitir Tesseract um á­ætlanir um að koma upp gagna­veri á iðnaðar­svæðinu á Bakka. Mikil leynd hvílir yfir við­ræðunum og hvorki Katrín Sigur­jóns­dóttir sveitar­stjóri né Haf­rún Ol­geirs­dóttir, for­maður byggðar­ráðs, vildu tjá sig um þessar við­ræður.

Að því er Frétta­blaðið kemst næst er Tesseract banda­rískt tækni­fyrir­tæki sem hefur á­form um að koma upp gagna­veri á Ís­landi.

Að­spurð um fram­tíðar­sýn bæjar­stjórnar á Bakka segir Haf­rún að bæjar­stjórn sé til­búin að ræða við alla um hug­myndir að upp­byggingu. Katrín segir að for­senda við­ræðna sé að við­komandi sé með vil­yrði frá Lands­virkjun um orku­öflun. Vildi hún hins vegar ekki segja hvort Tesseract hefði fengið slíkt lof­orð.

Meiri­hluti starf­semi nú­verandi gagna­vera á Ís­landi er náma­gröftur fyrir raf­myntir en Frétta­blaðið hefur ekki vit­neskju um hvort Tesseract hyggist grafa eftir þeim eða leigja út sitt rými til þess. Lands­virkjun hefur gefið það út að ekki verði frekari orka veitt til þess að grafa eftir raf­myntum.