Umsjónarmenn Top Gear lentu á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fluttu þeir með sér tvö tonn af búnaði.
„Við getum bara sagt að þeir hafa áhuga á Íslandi og sjáum bara hvort það verði eitthvað,“ segir Einar Hansen Tómasson Fagstjóri orku og grænna lausna og Film in Iceland, hjá Íslandsstofu.
Hann vildi lítið segja um komu þeirra að öðru leiti, „Þetta bara eitthvað sem er búið að vera í gangi, ég get ekki rætt það frekar,“ segir Einar.
Mun þetta ekki vera í fyrsta skipti sem Top Gear menn koma til landsins en tökulið frá BBC ásamt upprunalegum stjórnendum þáttarins komu til Íslands árið 2005. Þá fóru upptökur fram á Reykjanesi, í Hvalfirði, Nesjavöllum, Þingvöllum, við ósa Ölfusár og víðar.
Mikil leynd ríkir yfir verkefnum Top Gear á Íslandi að þessu sinni en miðað við búnaðinn sem þeir fluttu með sér er líklegt að þeir hafi einhverja staði í hug
Núverandi þáttastjórnendur Top Gear eru Andrew „Freddie“ Flintoff, Grínistinn Paddy McGuinnes, og bílablaðamaðurinn Chris Harris. Samningur þeirra var endurnýjaður í fyrra vegna gríðarlegra vinsælda og ánægju áðdáenda Top Gears.