Um­sjónar­menn Top Gear lentu á Reykja­víkur­flug­velli í há­deginu í dag og sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins fluttu þeir með sér tvö tonn af búnaði.

„Við getum bara sagt að þeir hafa á­huga á Ís­landi og sjáum bara hvort það verði eitt­hvað,“ segir Einar Han­sen Tómas­son Fag­stjóri orku og grænna lausna og Film in Iceland, hjá Ís­lands­stofu.

Hann vildi lítið segja um komu þeirra að öðru leiti, „Þetta bara eitt­hvað sem er búið að vera í gangi, ég get ekki rætt það frekar,“ segir Einar.

Mun þetta ekki vera í fyrsta skipti sem Top Gear menn koma til landsins en tökulið frá BBC á­samt upp­runalegum stjórn­endum þáttarins komu til Íslands árið 2005. Þá fóru upp­tökur fram á Reykja­nesi, í Hval­firði, Nesja­völlum, Þing­völlum, við ósa Ölfus­ár og víðar.

Mikil leynd ríkir yfir verk­efnum Top Gear á Ís­landi að þessu sinni en miðað við búnaðinn sem þeir fluttu með sér er lík­legt að þeir hafi ein­hverja staði í hug

Nú­verandi þátta­stjórn­endur Top Gear eru Andrew „Freddi­e“ Flin­toff, Grín­istinn Paddy McGu­in­nes, og bíla­blaða­maðurinn Chris Har­ris. Samningur þeirra var endurnýjaður í fyrra vegna gríðarlegra vinsælda og ánægju áðdáenda Top Gears.