Frum­varp Sigurðar Inga Jóhanns­sonar, sam­göngu­ráð­herra, um ný um­ferðar­lög voru sam­þykkt í gær í at­kvæða­greiðslu á Al­þingi með öllum greiddum at­kvæðum en Sigurður fagnar at­kvæða­greiðslunni á Face­book síðu sinni.

Meðal þess sem gert er ráð fyrir í nýjum lögum er breyting á leyfi­legu há­marks­magni vín­anda í blóði öku­manns en í nýjum lögum verður það lækkað í 0,2 prómill úr 0,5 prómillum eins og það er nú. Segir í frum­varpinu að á­fengi og akstur vél­knúinna öku­tækja fari ekki saman.

Þá er jafn­framt gert ráð fyrir því að hjálm­skylda á reið­hjóli verði til 16 ára aldurs í stað 15 ára eins og það er nú. Þá skal hliðar­bil á milli bif­reiðar sem ekið er fram úr reið­hjóli eða léttu bif­hjóli vera að lág­marki 1,5 metri.

Er megin­mark­mið frum­varpsins að stuðla að auknu um­ferðar­öryggi og færa nú­gildandi á­kvæði til nú­tíma­legra horfs og skýra þau á­kvæði sem voru ó­skýr, með til­liti til breytinga á um­ferð og stuðla að frekari að­lögun um­ferðar­laga að al­þjóð­legum samningum um um­ferðar­mál.

„Í gær var stór dagur þegar þingið sam­þykkti ein­róma ný um­ferðar­lög. Að þeim hefur verið unnið að hálfu fram­kvæmdar­valdsins sl. 12 ár og þau verið lögð fram fjórum sinnum á Al­þingi án þess að hljóta af­greiðslu,“ segir Sigurður meðal annars á Face­book síðu sinni.

Hann segir það mjög gleði­legt að allur þing­heimur sé sam­mála því að bæta um­ferðar­öryggi með eins af­gerandi hætti og at­kvæða­greiðslan bar með sér.