Reykjavíkurborg

Leyfi gæludýr í borgaríbúðum

Kolbrún Baldursdóttir. Fréttablaðið/Eyþór

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði í gær að dýrahald skuli leyft í félagslegu húsnæði í eigu borgarinnar. Kolbrún er áheyrnarfulltrúi í ráðinu.

Í rökstuðningi með tillögunni kemur fram að rannsóknir hafi sýnt fram á góð áhrif af umgengni manna við dýr. Slíkt geti aukið tilfinningalega og líkamlega vellíðan og sjálfstraust.

„Ekkert getur komið í stað tengsla við aðra manneskju en gæludýr geta uppfyllt þörf fyrir vináttu og snertingu,“ segir í greinargerðinni. Þar segir jafnframt að það sé átakanlegt að fólk hafi þurft að láta frá sér gæludýr vegna þess að þau eru ekki leyfð í íbúðunum.

„Að banna gæludýr eins og hunda og ketti í félagslegu húsnæði borgarinnar er ómanneskjulegt og ástæðulaust.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Reykjavíkurborg

Héraðssaksóknari rannsaki braggamálið

Reykjavíkurborg

330 milljón króna fram­úr­keyrsla á­stæða af­sagnar

Reykjavíkurborg

Dag­sektir lagðar á borgina vegna að­búnaðs á leik­skóla

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing