Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar um samþykki byggingaráforma um knatthús að Ásvöllum.
„Þessi niðurstaða kemur mér á óvart en þetta hlýtur að vera eitthvað sem hægt er að vinna sig í gegnum,“ segi Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, sem kveður tíðindin óvænt.
Í vor verða tvö ár frá skóflustungu að knatthúsinu. Málið hefur velkst um í kerfinu vegna gruns um að framkvæmdin hefði slæm áhrif á umhverfið og þá sérstaklega Ástjörn.