Á alþjóðlega alnæmisdeginum í gær tilkynnti varnarmálaráðuneyti Bretlands að ákveðið hefði verið að samþykkja fólk sem væri smitað af HIV í breska herinn frá og með næsta vori.

Ef einstaklingar eru ekki með mælanlega kvilla vegna veirunnar, verður þeim heimilt að ganga til liðs við herinn og er búið að aflétta banni á lyfjum sem hjálpa einstaklingum að halda einkennum sýkinganna niðri.

Frá árinu 1985 hefur einstaklingum sem hafa greinst með alnæmi eða eyðni verið bannað að starfa innan breska hersins, á grundvelli þess að þeir þóttu ekki í líkamlegu ástandi til að sinna herskyldu.

Um leið voru boðaðar breytingar á reglu um breytt starfshlutfall hermanna sem smitast af eyðni eða alnæmi í störfum sínum fyrir breska herinn