Eftir minna en eina viku verður fólki í Eng­landi leyfi­legt að faðma nána fjöl­skyldu­með­limi og vini í fyrsta sinn síðan sam­komu­tak­markanir voru settar á í mars á síðasta ári í byrjun heims­far­aldursins.

For­sætis­ráð­herra Bret­lands, Boris John­son, stað­festi í dag að hann væri búinn að gefa „gó“ á knúsið þann 17. maí sam­hliða öðrum til­slökunum. Þær eru kynntar á sama tíma og færri smit greinast í landinu. Annað sem breytist þann 17. maí í Bret­landi er að krár og veitinga­staðir fá að opna inni auk þess sem kvik­mynda­hús og hótel mega opna. Þá verður það aftur heimilt að heimilis­fólk tveggja heimila hittist á öðru heimilinu.

Annað sem breytist í næstu viku í Bret­landi er að 30 mega koma saman úti og nem­endur þurfa ekki að bera grímu í tímum. Í næstu viku verður Bretum einnig heimilt að ferðast til öruggra á­fanga­staða, meðal þeirra er Ís­land og Portúgal.

John­son í­trekaði þó á fundi sínum í dag að fólk ætti að gæta al­mennrar skyn­semi þegar kemur að fé­lags­legum sam­skiptum gefið að veiran smitast oftast við snerti­smit. Hann í­trekaði að fólk ætti enn að vera á verði og að hlutirnir gætu alltaf breyst hratt ef að nýtt af­brigði kemst inn í landið.

„Þessar til­slakanir eru stórt skref í áttina að því sem er eðli­legt og ég er full­viss um að við munum brátt geta farið lengra,“ sagði John­son á blaða­manna­fundi í Downing-stræti.

Hann varaði þó við því að fólk hætti að passa sig og minnti á hversu við­kvæmir sumir eru, sama hvort þau hafa fengið einn skammt af bólu­efni eða tvo og minnti á að það taki tíma fyrir bólu­efnin að virka. Um 53 prósent full­orðinna í Bret­landi hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu og meira en fjórðungur báðar sprauturnar.

Aðeins má hafa opið á útisvæðum.
Fréttablaðið/Getty

2.000 smit á dag

Núna greinast að­eins um 2.000 ný smit dag­lega í Bret­landi. Í janúar voru þau um 70 þúsund á dag. And­lát eru um fjögur á dag. John­son til­kynnti einnig að hættu­stig landsins hefði farið frá stigi fjögur í stig þrjú eftir að fjölda smita, inn­lagna og and­láta fækkaði.

Næstu til­slakanir eru á­ætlaðar 21. júní í Bret­landi en ekki hefur verið til­kynnt ná­kvæm­lega hverju verður af­létt þá.

Greint er frá á AP og BBC