Laugardaginn 23. mars kl. 12 til 16 verður nýr Lexus UX 250h snjalljeppi kynntur hjá Lexus í Kauptúni í Garðabæ. Þetta er fyrsta kynslóð þessa bíls og í fyrsta sinn sem Lexus kynnir bíl í þessum stærðarflokki. Lexus UX er búinn sprækum Hybridvélum og færst bæði framhjóla- og fjórhjóladrifinn. Sem fyrr hjá Lexus er það eftirtektarverð hönnun og vandað handverk sem einkennir þennan nýja bíl.

Lexus UX 250h er búinn nýja Lexus Safety System + sem er heildstætt forvarnarkerfi og er meðal annars með greiningu á gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki, LDA-akgreinaskynjara, sjálfvirku háljósakerfi, ratsjárstilli og umferðaskiltaaðstoð.