Meðal breytinga á undirvagni er endurhönnuð fjöðrun með breytingum á klafafjöðrun að aftan og nýjum dempurum. Einnig hefur verið átt við hemlakerfi bílsins til að gera átakið mýkra. Talsvert er af nýjum tæknibúnaði í bílnum og má þar nefna myndavélar í stað hliðarspegla og nýjan 12,3 tommu upplýsingaskjá. Einnig eru ný díóðuljós með sjálfvirkum háum geisla. Sama 2,5 lítra vél er í bílnum og áður með tvinnkerfi en saman skila aflgjafar bílsins 215 hestöflum. Að sögn Páls Þorsteinssonar, kynningarfulltrúa Toyota og Lexus, verður nýja útgáfan kynnt á næsta ári.