Með nýja undirvagninum er bíllinn þó með 60 mm meira hjólhaf og eru hjólin því mun utar en áður. Að innan hefur Lexus valið að nota samskonar Tazuna útlit og í NX með 14 tommu snertiskjá fyrir miðju. Aðeins verða tvær fjögurra strokka vélar í boði en engin sex strokka eins og áður. Tvær útgáfur 2,5 lítra vélarinnar, önnur með tvinntækni og hin með tengiltvinnbúnaði eru í boði og skilar sú síðari 302 hestöflum. Loks er F-Sport útgáfa með 2,4 lítra vél með forþjöppu sem er fyrsta tinnvélin frá Lexus með slíkum búnaði. Sú vél skilar 366 hestöflum og 645 Nm togi og er upptakið aðeins 5,9 sekúndur í hundraðið. Fyrstu afhendingar á bílnum í Evrópu verða á nýju ári.