Þrír létust og einn er al­var­lega slasaður eftir að hafa orðið fyrir eldingu ná­lægt Hvíta húsinu í Was­hington í Banda­ríkjunum.

Æsku­ástirnar James Mueller, 75 ára og Donna Mueller, 75 ára voru á meðal þeirra sem létust. Einnig lést hinn 29 ára Brooks Lambert­son, en þau voru öll í Lafa­y­ette garðinum ná­lægt Hvíta húsinu, þegar elding sló niður á tré í garðinum.

Mueller hjónin voru í Was­hington DC að halda upp á 56 ára brúð­kaups­af­mælið sitt. Lambert­son var í vinnu­ferð, en hann var vara­for­seti í City National Bank í Los Angeles.

„Brooks var yndis­legur ungur maður sem verður minnst fyrir gjaf­mildi, góð­vild og mikla já­kvæðni,“ sagði í til­kynningu frá bankanum.

Þá er fjórða manneskjan sem varð fyrir eldingunni ó­nefnd kona, en hún liggur þungt haldin á spítala.