Boris Johnson biðlaði til bresks almennings um að sýna staðfestu og beita sig aga í baráttunni gegn kórónaveirunni, í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í kvöld.

Þar varaði hann við því að bresk stjórnvöld gætu beitt sér fyrir hertari aðgerðum ef ekki tekst betur til að þessu sinni. Örstutt er síðan bresk stjórnvöld tilkynntu ýmsar nýjar aðgerðir, meðal annars styttri opnunartíma bara og veitingahúsa.

„Sorglegur veruleiki þess að vera með COVID er að léttur hósti þinn getur reynst banabiti annars,“ sagði forsætisráðherrann meðal annars í ávarpinu. Tilfellum hefur farið fjölgandi að undanförnu í landinu, líkt og hérlendis.

Hann sagði það særa sig að þurfa að boða slík boð og bönn meðal þjóðar sinnar. En reynslan hefði sýnt nauðsyn á aðgerðum.

„Og til þeirra sem segja að við þurfum ekki á þessu að halda, og að við ættum að leyfa fólk að taka sína eigin áhættu, segi ég að þessi áhætta er ekki okkar eigin.“

Hann segir sterkasta vopnið heilbrigða skynsemi. Fari fólk að fyrirmælum muni breska þjóðin komast í gegnum veturinn. Alls hafa 400 þúsund tilfelli greinst í landinu og 5000 þeirra greindust síðastliðinn sólarhring.