Spáð er ágætu veðri víða um landið um helgina og ættu flestir að fá smá vott af sólskini hvar á landinu sem þeir verða.

Á morgun laugardag verður hæg breytileg átt á landinu. Víða hálfskýjað eða léttskýjað en hætt við myndarlegum síðdegisskúrum hér og hvar. Hiti verður á bilinu 10-18 stig, hlýjast inn til landsins.

Á sunnudag verður svipað veður en þó heldur þungbúnara vestan til á landinu en á laugardeginum. Áfram hlýtt í veðri inn til landsins en svalara við sjóinn einkum fyrir norðan.