Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt í dag. Strekkingur verður austast fram eftir degi en gola eða kaldi annars staðar. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, en dálítil él norðaustanlands. Frost á bilinu 2 til 12 stig.
Á morgun fer að hlýna með vaxandi suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi, 10-18 metrar á sekúndu um kvöldið og rigning eða slydda suðvestan til. Hægari vindur norðan- og austanlands, bjartviðri og kalt áfram.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðaustan 10-18 metrar á sekúndu og rigning eða slydda, en þurrt að kalla Norðaustanlands. Hiti 0 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Sunnanátt og rigning eða slydda með köflum á Suður- og Vesturlandi, en bjartviðri norðaustan til á landinu. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Austlæg átt, skýjað og rigning á sunnanverðu landinu. Milt veður.
Á laugardag:
Norðlæg átt og úrkomulítið, kólnandi veður.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum norðan og austan til á landinu.