Volodí­mír Selenskíj, for­seti Úkraínu, er næsti gestur hjá þáttastjórnandanum Devid Letterman í spjallþáttunum My Next Guest Needs No Introduction sem sýndir eru á Netflix.

The Rolling Stone greinir frá.

Letterman lagði leið sína alla leið til Úkraínu til að hitta Selenskíj í sérstöku leynilegu neðanjarðarbyrgi. „Ég hef aldrei gert neitt svona,“ segir Letterman sjálfur í stiklu fyrir viðtalið en það krafðist mikils undirbúnings.

Viðtalið var tekið upp í október en verður frumsýndur á Netflix mánudaginn 12. desember næstkomandi.

Neðanjarðarbyrgið er 300 fet neðanjarðar undir virkum neðanjarðarlestarpalli í öruggasta hluta Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu.

Selenskíj klæddist svartri hettupeysu í viðtalinu og á henni stendur „Ég er Úkraínumaður.“ Hann var á dögunum útnefndur sem manneskja ársins hjá bandaríska tímaritinu Time.