Til­kynnt var um um­ferð­ar­slys skömm­u eft­ir klukk­an fimm í gær. Sami ök­u­mað­ur­inn ók á tvo bíla á skömm­um tíma. Annan í Vest­ur­bæ Reykj­a­vík­ur en hinn í Breið­holt­in­u. Eftir seinn­i á­rekst­ur­inn hljóp ök­u­mað­ur­inn frá vett­vang­i og skild­i bíl sinn eft­ir mjög tjón­að­an. Engin slys urðu á fólk­i en töl­u­vert tjón varð á bíl­un­um. Mál­ið er í rann­sókn lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.

Um klukk­an hálf sex í gær var mað­ur og kona hand­tek­inn í íbúð í mið­bæ Reykj­a­vík­ur. Þau eru grun­uð um vörsl­u og sölu fíkn­i­efn­a, lík­ams­á­rás og brot á lyfj­a- og vopn­a­lög­um. Þau voru vist­uð í fang­a­geymsl­u lög­regl­u fyrir rannsókn málsins.

Til­kynnt var um lík­ams­á­rás í sama hverf­i um klukk­an eitt í nótt. Þrír menn voru hand­tekn­ir grun­að­ir um lík­ams­á­rás og vörsl­u fíkn­i­efn­a. Menn­irn­ir voru vist­að­ir fyr­ir rann­sókn máls í fang­a­geymsl­u lög­regl­u. Á­rás­ar­þol­i var flutt­ur til að­hlynn­ing­ar á bráð­a­deild Land­spít­al­ans og verð­ur síð­an einn­ig vist­að­ur í fang­a­geymsl­u lög­regl­u.

Til­kynnt var um þjófn­að úr versl­un í Vest­ur­bæn­um klukk­an hálf tvö í nótt. Lög­regl­a hafð­i af­skipt­i af mann­i sem hafð­i reynt að stel­a mat-og snyrt­i­vör­um.