Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hand­tók ölvaðan ein­stak­ling um kvöld­matar­leytið í gær eftir að hafa í­trekað hunsað fyrir­mæli lög­reglu.

Lög­regla hafði fyrst af­skipti af manninum fyrir há­degi þar sem hann reyndi að komast inn í hús þar sem hann átti ekki erindi. Í­búar höfðu sam­band við lög­reglu og vildu losna við manninn. Lög­regla hafði í­trekað vísað manninum í burtu en hann kom alltaf aftur.

Svo fór að maðurinn var hand­tekinn um klukkan 18 í gær­kvöldi sökum á­stands og fyrir að fara ekki að fyrir­mælum lög­reglu. Fékk hann að sofa úr sér á­fengis­vímuna í fanga­klefa.

Til­kynnt var um þjófnað úr söfnunar­gámi í hverfi 104 um klukkan 19 í gær­kvöldi. Þjófarnir voru farnir þegar lög­reglu bar að garði.

Á öðrum tímanum í nótt var til­kynnt um æstan mann á hóteli sem hafði veist að starfs­manni. Lög­regla hand­tók manninn sem var í annar­legu á­standi. Hann var þar að auki með tölu­vert magn fíkni­efna og fjár­muna á sér og fékk hann pláss í fanga­klefa.

Lög­reglu­menn í Hafnar­firði fundu kanna­bis­lykt frá íbúð í bænum. Eftir nokkra rann­sóknar­vinnu fundu þeir kanna­bis­ræktun og til­búin efni í í­búðinni. Einn aðili er grunaður í málinu og náði lög­regla tali af honum.