Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þriðja tímanum í nótt á slysadeildinni í Fossvogi vegna karlmanns sem lét öllum illum látum. Karlmaðurinn var í annarlegu ástandi og var að lokum handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til ástand hans batnaði.

Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöld var lögreglu tilkynnt um mann sem var að berja í mannlausa bíla í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var farinn þegar lögreglumenn komu á vettvang og fannst ekki þrátt fyrir leit.

Kallað var til lögreglu til að aðstoða við að vísa tveimur hótelgestum út í Austurbæ klukkan rúmlega átta í gærkvöld. Gestirnir voru í annarlegu ástandi og höfðu verið til vandræða. Þeir yfirgáfu hótelið eftir viðræður við lögreglumenn.

Eldur og olíumengun

Tilkynnt var um eld í bifreið við Arnarnesbrú í Garðabæ klukkan rúmlega sex í gær. Slökkvilið var kallað á vettvang og slökkti eldinn. Bíllinn er mikið skemmd en engin slys urðu á fólki.

Um áttaleytið barst tilkynning um olíumengun í Hafnarfjarðarhöfn. Hafnarstarfsmenn og slökkvilið hófu strax hreinsunaraðgerðir vegna mengunarinnar.

Kona féll á göngu við Flekkudalsfoss um ellefuleytið. Lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út. Konan var flutt með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans.