Innlent

Lét greipar sópa í frí­höfninni

Karlmaður var gripinn glóðvolgur í fríhöfninni síðasta sunnudag þar sem hann hafði laumað varningu fyrir rúmlega 245 þúsund krónur í íþróttatösku.

Maðurinn lét greipar sópa í fríhöfninni og kom ekki við á kassanum til að borga.

Síðastliðinn sunnudag var erlendur karlmaður stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Maðurinn átti bókað flug til London, að því sem fram kemur í fréttapósti frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Var hann í kjölfarið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. 

Í stórri íþróttatösku sem hann hafði meðferðis fannst ýmis varningur sem talinn var vera þýfi, svo sem átta karton af Malboro sígarettum, átta ilmvatnsglös, tvenn Bose quiet 35 ll heyrnartól og Hugo Boss fatnaður að verðmæti rúmlega 245 þúsund krónur.

Við skýrslutöku á lögreglustöðinni í Keflavik neitaði maðurinn öllum sakargiftum í fyrstu en kvaðst hafa keypt varninginn. Síðar í vikunni var svo tekin önnur skýrsla af honum og þá játaði hann þjófnaðinn á ofangreindum munum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing