Lands­þing Mið­flokksins fer nú fram á Hilton Reykja­vík Nor­di­ca hótelinu við Suður­lands­braut og flutti for­maðurinn, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, ræðu fyrr í dag þar sem hann fór um víðan völl.

Sig­mundur sagði að þegar flokks­menn hafa lagt línurnar á yfir­standandi lands­þingi verði annar við­bruður að viku liðinni. Kvaðst Sig­mundur ætla að fylgja honum eftir með sér­stökum kynningar­fundi.

„Þar fer ég yfir hvernig hægt er að ná stórum og mikil­vægum mark­miðum með al­gjör­lega nýrri nálgun í ís­lenskum stjórn­málum. Þetta verða út­færslur sem virka og eru til þess fallnar að ryðjast í gegnum allar hindranir sem góðar hug­myndir og fram­fara­skref mæta yfir­leitt,“ sagði Sig­mundur sem bætti við að allt yrði þetta byggt á þeirri stefnu og þeim mark­miðum sem Mið­flokkurinn leggur upp með á lands­þingi sínu.

„Ég er svo sann­færður um að lausnir okkar muni virka að þegar ég lagði af stað í ferða­lag um landið fyrir tæpum tveimur vikum lét ég konuna mína hafa drögin þannig að ef ég lenti í ó­happi á leiðinni gæti hún komið þeim á fram­færi og flokkurinn nýtt hug­myndirnar til hags­bóta fyrir landið,“ sagði hann.

Sig­mundur kom meðal annars inn á um­hverfis­mál í ræðu sinni og sagði að þar væru tæki­færi fyrir Ís­lendinga. Gagn­rýnir Sig­mundur Davíð stjórn­völd og sagði stefnu Ís­lands í lofts­lags- og um­hverfis­málum skað­lega. Stefnan myndi skerða lífs­kjör al­mennings og leiða til mis­skiptingar.

Hann ræddi einnig að nauð­syn­legt væri að fara betur með peninga skatt­greið­enda.

„Sam­hliða auknu kerfis­ræði stækkar báknið. Það hefur aldrei verið stærra,“ sagði hann og bætti við að sú þróun myndi bara halda á­fram nema mörkuð verði stefna um hvernig henni verði snúið við.

„Á fjórum árum væri hægt að minnka um­svif hins opin­bera miðað við lands­fram­leiðslu um 10% með því að stöðva út­þensluna, ráða ekki í meira en helming þeirra starfa sem losna, ein­falda stofnana­kerfið og auð­vitað með aukinni lands­fram­leiðslu.“

Sagði Sig­mundur að þessi sparnaður yrði til þess að lækka mætti á­lögur á al­menning um 125 milljarða króna.