Einn sjúklingur lést af völdum Covid-19 á gjörgæsludeild Landspítala í dag. Greint er frá þessu á vef Landspítalans.

„Einn sjúklingur lést á Landspítala 25. ágúst 2021 vegna COVID-19. Aðstandendum er vottuð samúð,“ segir þar.

Vísir segir að um sé að ræða karlmann á sjötugsaldri sem hafði dvalið í einhvern tíma á deildinni. Þetta er fyrsta andlátið af völdum kórónuveirunnar hér á landi frá því í maí, alls hafa nú 31 látist af völdum Covid á Íslandi.