35 hafa nú látist af völdum Co­vid-19 hér á landi en karl­maður á átt­ræðis­aldri lést á Land­spítalanum í vikunni af völdum Co­vid-19.

Hjör­dís Guð­munds­dóttir, sam­skipta­stjóri al­manna­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra, stað­festi þetta við frétta­vef mbl.is í morgun. Rúmar þrjár vikur eru liðnar frá síðasta and­láti hér á landi vegna Co­vid-19.

Ní­tján ein­staklingar eru nú á sjúkra­húsi og þar af þrír á gjör­gæslu. Alls greindist 141 með Co­vid-19 í gær, þar af sex á landa­mærunum. Rúm­lega 1.700 manns eru í ein­angrun hér á landi vegna Co­vid-19.