Karl­maður, sem var fluttur með þyrlu Land­helgis­gæslunnar á sjúkra­hús eftir þriggja bíla á­rekstur við Stóru-Laxá skammt frá Flúðum þann 10. júlí síðast­liðinn, lést á sjúkra­húsi nú á þriðju­dag, þremur vikum eftir slysið. Frá þessu er greint í Morgun­blaðinu í dag.

Maðurinn var á tí­ræðis­aldri. Oddur Árna­son, yfir­lög­reglu­þjónn á Suður­landi, segir í sam­tali við Morgun­blaðið að maðurinn hafi dvalið á sjúkra­húsi frá því að slysið varð.

Öku­menn bílanna þriggja voru allir einir á ferð en hinir tveir hlutu minni­háttar á­verka.

Sex manns hafa nú látist í um­ferðar­slysum á þessu ári.