Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við nauðgun og dauðsfall nemanda LSU Háskólans í Baton Rouge í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Fórnarlambið sem ber nafnið Madison Brooks lét lífið eftir að gerendur hennar skildu hana eftir ofuölvi í vegarkanti sem leiddi til þess að keyrt var á hana um klukkutíma síðar.

Þetta kemur fram á fréttavef The Advocate en hinn átján ára Kaivon Washington og annar sautján ára unglingur sem ekki er nafngreindur sökum aldurs voru handteknir vegna nauðgunarinnar en einnig voru Casen Carver, átján ára og Everette Lee, tuttugu og átta ára handteknir vegna aðildar sinnar að málinu.

Brooks hafði sem var nítján ára gömul hafði farið á veitingahúsið Reggies fyrr um kvöldið þar sem hún hitti hinn sautján ára gamla aðila. Hún fór af barnum ásamt honum og hinum þremur aðilum málsins.

Myndavéla eftirlitskerfi nálægt barnum sýndu að hún var sjáanlega ölvuð er hún yfirgaf staðinn.

Casen Carver 18 ára, Kaivon Washington 18 ára, og Everett Lee 28 ára hafa allir verið handteknir í tengslum við málið ásamt 17 ára unglingi sem ekki hefur verið nafngreindur.
Mynd/Instagram

Mikið áfengi í blóðinu

Lögreglan í Baton Rouge segir að nauðgunin hafi átt sér stað í baksæti bílsins þar sem Washington og 17 ára unglingurinn áttu samræði við hana án hennar samþykkis. Brooks hafi þá verið of ölvuð til þess að veita samþykki sitt fyrir verknaðinum.

Blóðmæling leyddi í ljós að áfengishlutfall í blóði Brooks hafi verið 0.32% sem er um fjórum sinnum hærra en það sem telst of mikið til þess að keyra ökutæki og er nægilegt magn til að eiga á hættu á að fá áfengiseitrun.

Casen Carver og Everette Lee sátu í framsætum bílsins þegar nauðgunin átti sér stað. Carver sagði við skýrslutöku að honum hefði liðið illa á meðan nauðgunin átti sér stað og hafi „hatað“ aðstæðurnar sem hann var kominn í. Þegar lögregla spurði hann hvort Brooks hafi verið of ölvuð til þess að veita samþykki sitt sagði hann „ég býst við því.“

Gáfu sig fram við lögreglu

Þegar Brooks gat ekki sagt fjórmenningunum hvar hún átti heima vegna ölvunar sinnar skildu þeir hana eftir og varð hún fyrir bíl um klukkutíma síðar og lést á staðnum.

Allir aðilar málsins gáfu sig sjálfir fram við lögreglu eftir að andlát Brooks var staðfest. Ekki er vitað hvenær réttarhöld yfir einstaklingunum munu fara fram.