90 ára gömul kona veiktist af bæði Alpha og Beta af­brigðum kórónu­veirunnar á sama tíma. Af­brigðin voru áður kennd við Bret­land og Suður-Afríku. BBC greinir frá málinu.

Konan lést í mars á þessu ári í Belgíu. Hún hafði ekki verið bólu­sett. Lækna grunar að hún hafi smitast af tveimur mis­munandi ein­stak­lingum. Þeir segja um að ræða fyrsta skráða til­fellið þar sem ein­stak­lingur smitast af tveimur af­brigðum.

Fram kemur í frétt BBC að slíkt sé afar sjald­gæft en geti þó komið fyrir. Minnst er á að vísinda­menn í Brasilíu hafi í janúar skráð til­vik tveggja ein­stak­linga sem smitast hafi af tveimur af­brigðum.

90 ára gömul konan var lögð inn á spítala eftir ein­kenni í öndunar­færum. Haft er eftir rann­sakandanum Dr. Anne Van­keer­berg­hen við OLV spítala í Aalst í Belgíu að bæði af­brigðin hafi verið á kreiki í landinu á þessum tíma. Lík­legt sé að hún hafi smitast af tveimur ein­stak­lingum.

„En hvort að tvö­föld sýking af tveimur af­brigðum hafi átt þátt í því hve hratt sjúk­lingnum hrakaði er erfitt að segja til um,“ hefur BBC eftir henni. Fram kemur í frétt breska ríks­út­varpsins að vísinda­menn rói nú öllum árum að því að upp­færa bólu­efni gegn veirunni.