Einn sjúklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum.

Ekkert er gefið upp um aldur sjúklingsins eða hversu lengi hann hafði legið inni á spítalanum.

Er þetta ellefta andlátið af völdum COVID-19 hér á landi en tíu einstaklingar létu lífið völdum sjúkdómsins í fyrstu bylgju faraldursins í vor.  

26 eru nú inniliggjandi á spítala með COVID-19 samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þá eru fjórir á gjörgæsludeild. 67 ný innanlandssmit greindust í gær og voru 45 af þeim í sóttkví.