Meðlimur Hestamannafélagsins Sörla lést í gær, þegar hann fór í útreiðartúr. Þetta kemur fram á vef félagsins. „Sá sorglegi atburður átti sér stað í gær að Sörlafélagi slasaðist við útreiðar og lést í kjölfarið af áverkum sínum,“ segir þar.

Á Vísi er haft eftir formanni Sörla að hesturinn hafi fælst og rokið af stað með þeim afleiðingum að maðurinn kastaðist af baki. Hann lenti á staur í nágrenni hesthúsahverfisins að Hlíðarþúfum. 

„Hugur okkar allra er hjá fjölskyldu og vinum hans á þessum erfiðu tímum og sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til þeirra,“ segir á síðunni. 

Maðurinn var á sextugsaldri.