Ökumaður bílsins sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Borgarfjarðarbraut í gærkvöldi var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu á slysadeild. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi.

Slysið átti sér stað norðan við Flókadalsá á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Bíllinn valt þá nokkrum sinnum en ökumaðurinn var fluttur með þyrlu á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Tildrög slyss og orsakir liggja ekki fyrir og unnið er áfram að rannsókn málsins.