Konan sem féll í skriðu í Hval­firði síðast­liðið þriðju­dags­kvöld lést á gjör­gæslu­deild Land­spítalans í Foss­vogi í morgun. Hún hét Sól­veig Katrín Hall­gríms­dóttir og var fædd árið 1977. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fjöl­skyldu hennar.

Sól­veig lætur eftir sig einn son. Hún var við­skipta­fræðingur frá Bif­röst og var mikil úti­vistar­manneskja, sem vann ötul­lega að því mark­miði sínu að skoða og heim­sækja alla fossa landsins.
Sól­veig hafði skoðað 75 fossa þegar slysið varð. Fjöl­skylda hennar vill koma á fram­færi þakk­læti til Land­helgis­gæslunnar auk hjúkrunar-, um­önnunar- og sál­gæslu­fólks sem lagði sig fram við mjög krefjandi að­stæður.

„Sól­veig var hraust manneskja og með líf­færa­gjöf mun sú hreysti hennar færa nokkrum mann­eskjum betra líf. Lækna­t­eymi er væntan­legt utan úr heimi í dag og ein­hvers staðar bíður fólk fullt nýrrar vonar um nýtt og betra líf,“ segir í til­kynningunni.