Ung kona kona lést lést eft­ir að hafa fallið úr rússíb­ana í skemmtig­arði í Norður-Frakklandi.

Slysið átti sér stað í gær í Parc Saint-Paul skemmtigarðinum í bænum Oise. CNN fjallar um málið.

Konan féll úr rússibanana sem ber heitið Formula 1 rússíbaninn.

Sjúkraliðar voru kallaðir strax á vettvang en gátu ekki endurlífgað konuna. Hún lést á vettvangi.

Annað banvænt atvik átti sér stað í sama rússíbana árið 2009.

Hluti garðarins þar sem rússíbaninn er staðsettur hefur verið lokað á meðan rannsókn fer fram.

Skemmtigarðurinn Parc Saint-Paul opnaði aftur þann 6. júní síðastliðinn eftir að hafa verið lokaður síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi.

Takmarkanir eru enn í gildi í garðinum en meðal annars er gerð krafa um að gestir klæðist andlitsgrímum og haldi fjarlægð.