Maðurinn sem lést í al­var­legum á­rekstri á Reykja­nes­braut í gær var á fimm­tugs­aldri. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu.

Í til­kynningunni kemur jafn­framt fram að um hafi verið ræða á­rekstur fólks­bíls og sjó­ruðnings­tæki á Reykja­nes­braut, á móts við ál­verið í Straums­vík.

Lög­reglunni barst til­kynning um slysið klukkan 21:22 en bílarnir voru að koma úr gagn­stæðri átt. Hinn látni ók fólks­bílnum en að svo stöddu er ekki hægt að greina frá nafni hans.

Reykja­nes­brautinni var lokað í nokkrar klukku­stundir í gær­kvöldi vegna slyssins. Erfiðar að­stæður voru á vett­vangi vegna veðurs og voru vð­bragðs­aðilar á vett­vangi langt fram á kvöld en brautin opnaði að nýju eftir mið­nætti í gær.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu og rann­sóknar­nefnd sam­göngu­slysa rann­saka slysið.