Lofts­lags­að­gerða­sinni frá Col­or­odo í Banda­ríkjunum lést eftir að hann kveikti í sjálfum sér í mót­mæla­skyni á dyra­þrepi Hæsta­réttar Banda­ríkjanna.

Að sögn New York Times hefur lög­reglan í Was­hington stað­fest að Wynn Bruce, fimm­tugur lofts­lags­að­gerða­sinni sem rak ljós­mynda­stúdíó í Bould­er, hafi látist af sárum sínum á spítala í kjöl­far at­viksins.

Haft er eftir lofts­lags­vísinda­manninum og Búdda­prestinum Kri­tee Kanko, sem var náinn vinur Bruce, að um trúar­legan mót­mæla­gjörning hafi verið að ræða sem Bruce fram­kvæmdi að til­efni degi jarðar.

Ekki sjálfsvíg

„Þetta var ekki sjálfs­víg. Þetta var inni­lega ótta­laus sam­úðar­gjörð til að vekja at­hygli á lofts­lag­s­krísunni,“ skrifaði Kri­tee á Twitter.

Að hennar sögn var um að ræða svo­kallaða búddíska sjálfs­fórn og telur hún að Bruce hafi skipu­lagt gjörninginn í að minnsta kosti ár.

Bruce kveikti í sjálfum sér á torginu fyrir framan Hæsta­rétt Banda­ríkjanna klukkan hálf sjö á föstu­dags­kvöld. Mynd­band sem birt var á Twitter af frétta­manni Fox News sýnir björgunar­þyrlu lenda á torginu til að flytja Bruce á nær­liggjandi sjúkra­hús.

Birti vísbendingu á Facebook

Talið er að Bruce, sem var Búddis­ti, hafi kveikt í sér til að líkja eftir víet­nömskum Búdda­munkum sem fram­kvæmdu svipaða gjörð til að mót­mæla Víet­nam-stríðinu á 7. ára­tugi síðustu aldar.

Þremur vikum áður en hann tók sitt eigið líf hafði hann breytt árs­gömlum um­mælum á Face­book-síðu sinni undir færslu sem hann hafði birt 2020 þar sem hann varaði við ó­aftur­kræfum af­leiðingum hnatt­rænnar hlýnunar. Í um­mælunum skrifaði hann dag­setninguna á á­ætlaðri sjálfs­fórn sinni á­samt eld­tákni.