Banda­rískur karl­maður í Norður-Karo­línu lést um helgina þar sem hann var staddur á ströndinni við leik með þremur börnum sínum. Að því er fram kemur á vef CNN skall gríðar­sterk alda á hálsi mannsins með þeim af­leiðingum að hann háls­brotnaði.

Málið hefur vakið gífur­lega at­hygli en hinn 37 ára gamli Lee Ding­le var staddur á Oak eyju þegar aldan skall á honum. Eins og áður segir hálfs­brotnaði Lee og bólgnaði háls hans svo gífur­lega að hann upp­lifði súr­efnis­skort í of langan tíma til að ná að jafna sig. Hann lést daginn eftir á sjúkra­húsi.

Í um­fjöllun CNN um málið kemur fram að eigin­kona hans Shann­on Hope Ding­le minnist eigin­manns síns með mikilli hlýju en hún sam­þykkti að gefa líf­færi hans í kjölfarið. Munu þau koma til með að að­stoða 55 manns sem þurftu á þeim að halda, að því er fram kemur í frétt CNN.

Saman áttu þau hjónin sex börn en fjögur þeirra voru ætt­leidd. Ding­le hafði ný­verið verið ráðinn sem for­seti verk­fræði­fyrir­tækisins Atlas Engineering en fyrir­tækið sér­hæfir sig meðal annars í því að gera við skemmdar byggingar. Lýsir Shann­on Lee sem ó­eigin­gjörnum manni sem hafi gert það að ævi­starfi sínu að að­stoða aðra.

„Lífs­föru­nautur minn, ástin mín og heimili mitt lést í dag eftir ó­trú­legt slys,“ skrifaði Shann­on á Insta­gram. „Við kynntumst þegar ég var 18 og hann var 19 og höfum verið saman síðan. Ég átti ekki að þurfa að segja bless 37 ára. Ég veit ekki hvernig ég á að vera full­orðin án hans, en ég mun læra. Ég vildi bara að ég þyrfti þess ekki,“ skrifaði hún.

View this post on Instagram

My partner, my love, and my home died yesterday after a freak accident. Lee was playing on the beach with three of our kids yesterday, and an intense wave hit him just right to slam his head into the sand, break his neck, and make his throat swell so much his brain was deprived of oxygen for too long to recover. Some heroes - including our kids - tried to save him, but it wouldn’t have mattered what they did. His body couldn’t recover from the initial injury. 💔 We met when I was 18 and he was 19, and we’ve been together ever since. I wasn’t supposed to be saying goodbye at 37. I don’t know how to be a grown up without him, but I’ll learn. I just wish I didn’t have to. 💔. Details to come about all the things. Please pray for us. And, you know, feel free cuss and smash stuff because God knows I’ll be doing some of that. (And breathing and hydrating and eating and all those self care things because I am worth it and because I have 6 little people to parent.) . ❤️.

A post shared by Shannon Dingle (@shannondingle) on