Karlmaður á tíræðisaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. Þetta kemur fram á vef Landspítala.

Alls hafa 43 látist af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.

Nú liggja 43 sjúklingar inni á Landspítala með Covid-19, en þeir voru 45 í gær. Meðalaldur þeirra er 63 ár.

8.284 sjúklingur er í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.588 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 323 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.