Karlmaður á þrítugsaldri sem fannst látinn í vesturbæ Kópavogs á mánudagsmorgun lést af slysförum.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu segir í samtali við Vísi að allt bendi til þess að maðurinn hafi fest sig í söfnunargámi Rauða krossins þegar hann var að teygja sig ofan í hann.

Gámurinn er staðsettur rétt vestan við tónlistarhúsið Salinn í vesturbænum í Kópavogi. Karl Steinar segir að ekki sé hægt að sjá neitt annað en um slys sé að ræða.

Niðurstöður úr krufningu liggja ekki fyrir enn þá og gætu dregist vegna anna á borði réttarlæknis.

Talið er að maðurinn hafi fest sig í gámnum þegar hann teygði sig ofan í hann.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson