Kona á fer­tugs­aldri lést af slys­förum á Akra­nesi síðasta fimmtu­dag þegar hún féll niður úr stiga. Hún er talin hafa lent á höfðinu.


Rúv hefur eftir Jóni S. Óla­syni, yfir­lög­reglu­þjóni á Vestur­landi, að fall hennar hafi verið um þrír metrar úr stiganum. Að­spurður sagði hann þá að allt hafi bent til þess að hún hafi verið að búa sig undir ó­veðrið, sem var á föstu­dag, og ganga frá lausum munum, en að hann geti ekki full­yrt slíkt.