TF EIR þyrla landhelgisgæslunnar þurfti að grípa til þess ráðs að lenda á hringtorgi rétt fyrir utan Hveragerði í dag til þess að sinna sjúkraflugi.

Flytja átti sjúklinginn til Reykjavíkur en ófært var um landleiðina vegna gríðarlegrar snjókomu.

Hjálparsveit skáta í Hveragerði aðstoðaði við flutninginn innanbæjar í Hveragerði.