Snjó­flóð féll ofan við skíða­skála KR í Skála­felli á öðrum tímanum í dag. Til­kynning um málið barst lög­reglu klukkan 13:34 í dag, að því er segir í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu.

Tveir menn voru á ferð á svæðinu og lenti annar þeirra í flóðinu en ekki hinn. Fljót­lega náðist sam­band við manninn sem var fastur í flóðinu og kvaðst hann vera óslasaður. Við­bragðs­aðilar voru þá þegar lagðir af stað á vett­vang og komu þeir að manninum um tvö leytið. Þá var maðurinn laus úr flóðinu og var hann óslasaður eins og sam­ferða­maður hans.

„Lög­reglan minnir fólk á að fara var­lega þegar farið er til fjalla og að hafa með­ferðis öryggis­búnað eins og snjó­flóða­ýlur,“ segir í skeyti lög­reglu.