Lengsti þing­fundurinn á yfir­standandi þingi var tólf klukku­stundir og 36 mínútur. Lengsta um­ræðan stóð í alls 35 klukku­stundir og 36 mínútur en það var um­ræða þingsins um fjár­lög næsta árs. Frá þessu er greint í til­kynningu frá skrif­stofu Al­þingis en þar eru teknar saman ýmsar töl­fræði­upp­lýsingar um 152. Lög­gjafar­þing, fram að jóla­hléi.

Þing­fundum 152. lög­gjafar­þings var frestað 28. desember 2021 en þingið var að störfum frá 23. nóvember.

Sam­tals höfðu verið haldnir 53 fundir hjá fasta­nefndum þegar þing­fundum var frestað 28. desember, þar af flestir í fjár­laga­nefnd, eða alls 18, og næst­flestir í efna­hags- og við­skipta­nefnd, eða 11. Þá var haldinn opinn fundur í vel­ferðar­nefnd eftir frestun þing­funda, þann 29. desember. Nefndir komu saman, ein eða fleiri, sam­tals 17 daga á haust­þinginu, þar af 4 heila daga.

Ein munnleg skýrsla ráðherra

Í til­kynningunni kemur fram að alls hafi verið lögð fram 19 stjórnar­frum­vörp og að tíu þeirra hafi orðið að lögum. Þá voru lagðar fram níu stjórnar­til­lögur en fimm af þeim sam­þykktar.

Alls hafa á þinginu verið lögð fram 67 þing­manna­frum­vörp og 45 þing­manna­til­lögur auk þess sem eit nefndar­frum­varp var lagt fram og sam­þykkt.

Alls voru lagðar fram þrjár skrif­legur skýrslur ráð­herra og tvær beiðnir til ráð­herra. Þá hefur ráð­herra flutt eina munn­lega skýrslu.

Fyrir­spurnir á þing­skjölum voru sam­tals 49. Fyrir­spurnir til munn­legs svars voru sjö sem bíða enn svars. Þá kemur fram að alls voru lagðar fram 42 skrif­legar fyrir­spurnir voru lagðar og að átta þeirra hafi verið svarað.

Þing­mál til með­ferðar í þinginu voru 208 og tala prentaðra þing­skjala var 295. Ó­undir­búnar fyrir­spurnir til ráð­herra voru 27.