Fréttir

Lengsta á­ætlunar­flug ís­lenskrar flug­sögu

Wow air flaug til Indlands í dag í fyrsta skipti. Áætlað er að fljúga þrisvar sinnum í viku. Flugið er um níu klukkustundir.

Á myndinni eru Skúli Mogensen, forstjóri WOW air og Hr. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi ásamt áhöfn fyrsta flugs WOW air til Nýju Delí. Mynd/Wow air

WOW air hóf í morgun fyrsta áætlunarflug félagsins til Nýju Delí í London. Áætlað er að fljúga þangað þrisvar í viku. Um er að ræða lengsta áætlunarflug íslenskrar flugsögu, en það er í dag tæpar níu klukkustundir með miklu meðvind. 

„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á ferðum á góðum kjörum til og frá Indlands enda land sem býr yfir ríkri menningu og sögu. Með því að tengja Indland við leiðakerfi WOW air til Norður Ameríku þá mun staða Íslands sem tengistöð styrkjast enn frekar,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air í tilkynningu frá félaginu.

Fram kemur í tilkynningu að Delí sé önnur stærsta borg Indlands á eftir Mumbai, þar má finna höfuðborg Indlands, Nýju Delí. Í nágrenni við borgina megi finna ýmsa þekkta ferðamannastaði á borð við Taj Mahal.

Hr. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, Björn Óli Haukson, forstjóri Isavia og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. Mynd/Wow Air

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

For­maður ASÍ: „Verður ekki til að liðka fyrir við­ræðum“

Erlent

Telja allt að tólf hafa orðið undir snjó­­flóði

Innlent

Sól­veig Anna um til­lögurnar: „Ljóst hvert stefnir“

Auglýsing

Nýjast

Vil­hjálmur afar von­svikinn: „Þetta var bara það sem lá fyrir“

Leggja til nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk

„Allar kjara­­deilur leysast að lokum“

Ætla í verk­fall og vilja að Ís­land lýsi yfir neyðar­á­standi

Þungar áhyggjur af þróun viðræðna

Yfir­lýsing: „Til­lögur stjórn­valda gera þær vonir að engu“

Auglýsing