Fréttir

Lengsta á­ætlunar­flug ís­lenskrar flug­sögu

Wow air flaug til Indlands í dag í fyrsta skipti. Áætlað er að fljúga þrisvar sinnum í viku. Flugið er um níu klukkustundir.

Á myndinni eru Skúli Mogensen, forstjóri WOW air og Hr. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi ásamt áhöfn fyrsta flugs WOW air til Nýju Delí. Mynd/Wow air

WOW air hóf í morgun fyrsta áætlunarflug félagsins til Nýju Delí í London. Áætlað er að fljúga þangað þrisvar í viku. Um er að ræða lengsta áætlunarflug íslenskrar flugsögu, en það er í dag tæpar níu klukkustundir með miklu meðvind. 

„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á ferðum á góðum kjörum til og frá Indlands enda land sem býr yfir ríkri menningu og sögu. Með því að tengja Indland við leiðakerfi WOW air til Norður Ameríku þá mun staða Íslands sem tengistöð styrkjast enn frekar,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air í tilkynningu frá félaginu.

Fram kemur í tilkynningu að Delí sé önnur stærsta borg Indlands á eftir Mumbai, þar má finna höfuðborg Indlands, Nýju Delí. Í nágrenni við borgina megi finna ýmsa þekkta ferðamannastaði á borð við Taj Mahal.

Hr. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, Björn Óli Haukson, forstjóri Isavia og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. Mynd/Wow Air

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Gul stormviðvörun á morgun

Innlent

Lægri fast­eigna­skattur og hærri syst­kina­af­sláttur

Innlent

Vegagerðin vill Þ-H þrátt fyrir nýja greiningu

Auglýsing

Nýjast

Varð fyrir 500 kílóa stálbita

„Hefði orðið upplausn í Bretlandi“

Stóð af sér tillögu um vantraust með góðum meirihluta

Cohen í þriggja ára fangelsi

Ætlar ekki í gegn um aðrar þingkosningar

Meira en 50 karlar keyptu vændi af fatlaðri konu

Auglýsing