Lengsta áætlunarflug heims, frá Singapore til New York, er búið að lengjast um tæpa fimm kílómetra eftir að ákveðið var að fljúga á JFK en ekki Newark.

Verið er að hefja áætlunarflug á ný frá Singapore til New York þann 9. nóvember næstkomandi eftir rúmlega sex mánaða hlé.

Ákveðið var að hætta að fljúga þarna á milli 23. mars siðastliðinn þegar ljóst var hvaða áhrif kórónaveirufaraldurinn myndi hafa á ferðaiðnaðinn.

Um leið og áætlunarflugið átti að hefjast á ný var tilkynnt að flogið yrði á JFK sem lengir ferðalagið um fjóra kílómetra.

Singapore Airlines stefnir að því að fljúga þrisvar í viku og er flugtíminn átján tímar og fimm mínútur á leiðinni til New York. Heimleiðin er örlítið lengri eða átján tímar og fjörutíu mínútur.

Einstaklingar sem fara um borð í flugið frá New York lenda því tveimur sólarhringum síðar í Singapore.