Ríkis­­stjórnin hefur til­­kynnt um af­léttingar sótt­varna­að­­gerða vegna Co­vid-19, sem taka gildi í tveimur skrefum. Frá mið­­nætti verða skemmti­­stöðum heimilt að standa opnum til klukkan tvö í stað eitt. Hætta þarf á­­fengis­­sölu klukkan eitt. Stefnt er að fullri af­léttingu allra að­gerða 18. nóvember.

Ef­­­­laust eru margir orðnir spenntir fyrir því að geta djammað lengur og segir Geof­frey Þ. Huntingdon-Willi­ams, einn eig­andi Priksins, lengdan opnunar­­­­tíma fagnaðar­efni í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Eins og maður hefur tekið fram áður, þá tekur maður öllum auka klukku­­­­­tímum sem telja upp í lög­­­­­leg leyfi okkar fagnandi,“ segir hann.

Það hefði þó verið betra ef opnunar­­­­­tíminn hefði verið lengdur frekar. Þetta muni engu að síður hafa já­­­­­kvæð á­hrif á reksturinn.

„En eins og staðan er í sam­­­­­fé­laginu öllu þessa daganna, þá hefði maður auð­vitað vilja frekari aukningu í leyfi­­­­­legu skemmtana­haldi. Stigs­munur á 02:00 og 03:00 er til dæmis mjög lítill, en getur gert gæfu­muninn í tekjum rekstrar­­aðila, starfs­­­­­fólks og lista­manna sem starfa í nætur­hag­­­­­kerfinu.“

„Við sjáum skiljan­­­lega ljós við enda ganganna,“ segir Geoff.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Frá því far­aldurinn hófst í byrjun síðasta árs hefur þrengt mjög að skemmtana­lífinu vegna sam­komu­tak­markana. Segir Geoff að ó­vissa varðandi sótt­varna­að­gerðir hafi reynst þung­bær.

„Þetta hefur verið þrauta­­­ganga fyrir alla sem starfa í þessum iðnaði, og hefur á­standið bitnað einna mest á okkur sem höfum staðið vaktina. Við sjáum skiljan­­­lega ljós við enda ganganna, en ó­­­vissan og skyndi­­­­­legar breytingar eru gífur­­­lega erfiðar svona til lengdar.

Að því sögðu er frá­bær dag­­­skrá á Prikinu þessa vikuna og hvetjum við alla til inn­lits. Fulla ferð!“