Dragon, geim­far fyrir­tækisins SpaceX, lauk í dag fyrsta til­rauna­leið­angri sínum þegar það lenti í At­lants­hafi. Farinu var skotið á loft á laugar­dag frá Kenne­dy-geim­rann­sóknar­stöðinni í Flórída en þaðan ferðaðist það til al­þjóð­legu geim­stöðvarinnar ISS. 

Lendingin í dag gekk vel en notast var við fjórar fall­hlífar svo lendingin gengi örugg­lega og mjúk­lega fyrir sig. Til­gangur ferðarinnar var að sýna fram á að hægt væri að flytja geim­fara með farinu til og frá stöðinni. 

Geim­farið var þó ó­mannað í þetta skipti ef frá er talin gínan Ripl­ey, sem sækir nafn sitt í per­sónu Sigour­n­ey Wea­ver úr Alien-myndunum. Vonir standa til að Dragon geti ferjað geim­fara þegar fram líða stundir.

Raunar er búið að velja geimfarana sem ætlað er að ferðast með Dragon. Þeim Bob Behnken og Doug Hurley er ætlað að ferðast með farinu út í geim.