Kennsla hjá fjögur hundruð börnum í Haga­skóla hefur verið felld niður á morgun. Á­stæðan er sú að slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins hefur gert al­var­legar at­huga­semdir hafa verið gerðar við skort á bruna­vörnum í bráða­birgða­hús­næði skólans, sem stað­sett er í Ár­múla.

RÚV greinir frá því að for­eldrum barnanna hafi verið sent bréf í gær­kvöldi frá skóla­yfir­völdum. Í því segir að þau muni ræða við slökkvi­liðið um hvaða úr­bóta sé hægt að grípa til á næstu dögum.

For­eldra­fé­lag Haga­skóla, skóla­ráð og eigna­svið Reykja­víkur­borgar hefur einnig verið boðið á fund, en eigna­svið Reykja­víkur­borgar ber á­byrgð á skóla­hús­næði á vegum borgarinnar.

Í kvöld­fréttum RÚV í gær var greint frá því að frestur hefði verið gefinn til 4. októ­ber til að skila inn teikningum sem ættu að sýna fram á að breytingar hafi verið gerðar á skrif­stofu­hús­næðinu þar sem nem­endurnir sækja skóla.

Bruna­hólfun og flótta­leiðum sé á­bóta­vant og því geti börnunum staðið hætta.