Björgunarskip og þyrla Landhelgisgæslunnar eru nú á leið að skipi sem lekur. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg eru fimm um borð í skipinu, en frekari upplýsingar fengust ekki að svo stöddu.

Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir í samtali við Fréttablaðið að báturinn sem um ræðir sé togbáturinn Dagur. Hann hafi verið í viðgerð í höfninni og verið á leið norður í dag. Búið sé að tryggja lekann og gerði hann ráð fyrir því að báturinn kæmi aftur í höfn nú seinni partinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.