Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu var rétt eftir klukkan eitt í nótt boðað í Kapla­krika þar sem sprin­kler­loki hafði gefið sig og vatn flæddi því um gólf. Sam­kvæmt til­kynningu slökkvi­liðsins tók um tvo tíma að hreinsa mesta vatnið upp áður en vett­vangurinn var af­hentur tryggingar­fé­lagi.